WebDirect-fótsporatilkynning
Tekur gildi: apríl 2018
Þessi fótsporatilkynning nær til www.oshiryokan.com í eigu og undir stjórn Oshi Ryokan og lýsir því hvernig við nýtum persónuupplýsingar sem er safnað með fótsporum og öðrum aðferðum, þ.m.t. pixlum (hér eftir „fótspor“) á vefsíðunni www.oshiryokan.com (hér eftir „síða“).
Gagnasöfnun
Þegar síðan er heimsótt eða miðuðu auglýsingarnar okkar eru skoðaðar söfnum við sjálfkrafa gögnum með fótsporum.
Undir upplýsingarnar sem við söfnum með fótsporum falla IP-tala, auðkenni tækis, heimsóttar síður, leitarsaga, tegund vafra, stýrikerfi, netþjónustuaðili, tímastimpill, vefslóð sem komið er af og staðsetning (fer eftir tækinu sem þú notar).
Frekari upplýsingar um fótspor: Fótspor eru litlar einingar stafrænna upplýsinga sem vefsíða sendir til vafra notanda og eru geymdar á hörðu drifi notandans. Við setjum fótspor á tölvuna þína ef þú heimsækir vefsíðuna okkar. Ef þér finnst óþægilegt að hafa fótspor á tækinu þínu getur þú stillt vafrann þinn svo hann hafni öllum fótsporum eða láti vita þegar verið er að setja upp fótspor og þú getur þá ákveðið hvort þú viljir samþykkja þau. Þú getur einnig eytt fótsporum af tölvunni þinni. Ef þú hinsvegar velur að loka fyrir eða eyða fótsporum gætu sumir eiginleikar síðnanna sem þú heimsækir ekki virkað almennilega.
Frekari upplýsingar um pixlamerki: Pixlar (einnig þekktir sem „vefvitar“ eða „gegnsæjar gif-myndir“) eru stafrænar skrár, yfirleitt myndir sem eru einn pixel að stærð og geta verið felldar inn í vefsíðu eða í tölvupóst til að senda upplýsingar, t.d. fréttabréf. Við gætum notað pixla til að koma fyrir eða bera kennsl á fótspor á tækinu þínu ef þú nýtir þjónustu okkar.
Fótspor utanaðkomandi aðila: Við leyfum ákveðnum utanaðkomandi aðilum að koma fyrir fótsporum. Ef þú hefur spurningar um hvaða fótspor eru notuð og hvaða aðilar koma slíkum fótsporum fyrir skaltu hafa samband við okkur. Tengiliðsupplýsingarnar okkar er að finna hér fyrir neðan.
Tilgangur vinnslu
Við notum upplýsingar um þig, þ.m.t. persónuupplýsingar, sem safnað er með fótsporum í eftirfarandi tilgangi:
- A. Við gerum notkun á síðunni mögulega: Við notum upplýsingar sem við söfnum með fótsporum til að gera þér kleift að nota síðuna. Lögmætir viðskiptahagsmunir felast í því fyrir okkur að nota fótspor í þessum tilgangi.
- B. Við greinum notkun á þjónustunni okkar: Við notum upplýsingar sem við söfnum með fótsporum til að greina hvernig síðan okkar er notuð og útbúa skýrslur um notkun á síðunni okkar. Við notum fótspor einnig til að fylgjast með notkun þinni á síðunni og bæta notandaupplifun þína og gæði síðunnar. Lögmætir viðskiptahagsmunir felast í því fyrir okkur að nota fótspor í þessum tilgangi.
- C. Við birtum miðaðar auglýsingar: Við notum upplýsingar sem við söfnum með fótsporum til að gæta lögmætra hagsmuna okkar með því að birta miðaðar auglýsingar. Þegar nauðsynlegt er biðjum við um leyfi fyrirfram fyrir því að fótsporum verði komið fyrir í þessum tilgangi. Ef þú gefur leyfi getur þú dregið það til baka hvenær sem er. Auk þess getur þú andmælt því að við notum persónuupplýsingarnar þínar í auglýsingatilgangi hvenær sem er.
- D. Markaðsrannsóknir: Við notum upplýsingar sem við söfnum með fótsporum til að gæta lögmætra hagsmuna okkar með því að stunda markaðsrannsóknir (svo sem greiningar á markaðshlutum, markaðshneigðum, kjörstillingum og hegðun; rannsóknir á vörum og þjónustu eða áhrifum markaðssetningar eða auglýsinga) eða vöruþróun (svo sem greiningar á einkennum markaðshluta eða hópi viðskiptavina eða frammistöðu síðunnar okkar til að bæta síðuna).
Ef þú vilt ekki samþykkja þá notkun á fótsporum sem var lýst í þessum hluta og engin aðferð er í boði fyrir þig til að hafna henni beint (t.d. í stillingum vafrans) skaltu hafa samband við booking@oshiryokan.com .
Gagnadeiling
- • BookingSuite: Persónuupplýsingunum þínum gæti verið deilt með BookingSuite B.V. sem er staðsett við Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi og er fyrirtækið sem rekur vefsíðuna suite.booking.com.
- • Deilt með utanaðkomandi aðilum: Við deilum persónuupplýsingunum þínum með utanaðkomandi aðilum í samræmi við lög og lýsinguna hér fyrir ofan, svo sem með þjónustuaðilum sem koma fram fyrir okkar hönd. Við hvorki seljum né leigjum út persónuupplýsingarnar þínar.
- • Lögmæt yfirvöld: Við látum löggæsluyfirvöldum og öðrum yfirvöldum í té persónuupplýsingar þínar að því tilskyldu að lög krefjist þess eða nauðsynlegt þykir til að koma í veg fyrir, koma upp um eða dæma um glæpi og svik.
Gagnavarðveisla
Það er munur á tímabundnum og varanlegum fótsporum. Tímabundin fótspor eru aðeins til þangað til þú lokar vafranum þínum. Varanleg fótspor hafa lengri endingartíma og þeim er ekki eytt sjálfkrafa þegar þú lokar vafranum þínum. Við leitumst við að nota fótspor eða leyfa notkun fótspora sem hafa ekki lengri endingartíma en 5 ár. Það er einungis undir sérstökum kringumstæðum, svo sem af öryggisástæðum (svo sem eftirlit með svikum) og þegar það er algerlega nauðsynlegt sem fótspor hafa lengri endingartíma. Ef þú ert með spurningar um einstaka varðveislutíma skaltu hafa samband við okkur. Tengiliðsupplýsingarnar okkar eru hér fyrir neðan.
Spurningar eða kvartanir
Ef spurningar eða áhyggjur vakna um það hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar eða ef þú vilt nýta einhver af þeim réttindum sem voru útlistuð í þessari tilkynningu er þér velkomið að hafa samband við okkur í booking@oshiryokan.com . Þú getur einnig beint spurningum og kvörtunum til persónuverndareftirlitsins þar sem þú býrð.
Breytingar á tilkynningunni
Rétt eins og fyrirtækið okkar breytist í sífellu mun þessi fótsporatilkynning einnig breytast af og til. Ef þú vilt sjá breytingarnar sem gerðar eru á þessari fótsporatilkynningu af og til bjóðum við þér aðgang að þessari fótsporatilkynningu til að sjá breytingarnar.